Um okkur
Iittala búðin er sérhæfð verslun sem selur vörur frá finnska framleiðandanum Iittala. Iittala er heimsþekkt fyrir listrænar gler- og leirvörur sínar en Alvar Aalto, Oiva Toikka og Tapio Wirkkala eru aðeins brot af langri upptalningu hönnuða sem hafa unnið fyrir Iittala í gegnum árin.
Saga Iittala hófst árið 1881, en til að byrja með framleiddi fyrirtækið margskonar glervörur. Í byrjun 20. aldar færði fyrirtækið út kvíarnar með því að hefja framleiðslu á leirvörum og síðar á stálvörum. Hugmyndafræði Iittala er mótuð að miklu leiti eftir hönnuðinum Kaj Franck sem sagði að allir hlutir ættu að vera nytsamlegir, endingargóðir og hagnýtir.
Verslunin í Kringlunni starfar í nánu samstarfi við Iittala í Finnlandi og er ein sinnar tegundar á Íslandi. Starfsfólk Iittala búðarinnar er sérþjálfað í vörunum og getur því svarað flest öllum spurningum sem brenna á Iittala unnandanum.