Við munum senda þér tölvupóst til að endurstilla lykilorðið þitt.
Vörulínur: -Iittala allar vörur- Oiva Toikka
Birdie blue:
Er sannarlega einstakur. Hægt er að ímynda sér lítinn fugl sem vappar um og veltir fyrir sér hvað fólk sé að gera. Fuglinn var valinn úr stærra fuglamynstri (Birdhouse), en með honum hefur kjarni Toikka fuglanna verið fangaður. Sérhver fugl, fuglamynstur og jafnvel teikning hefur sinn eigin karakter, sérstaka eiginleika og sína eigin sögu að segja.
Birdie blue er viðbót við Birdie pink krúsina sem kom á markað núna í haust.
Frutta yellow:
OTC línan hefur hingað til verið með áherslu á dýraríkið í myndskreytingunni, en Frutta línan kemur með annan vinkil á gjafir náttúrunnar í safnið. Mynstrið er byggt á upprunalegu handteiknuðu skissunni sem gerð var fyrir frumsýningu Frutta glerlínunnar á sjöunda áratugnum.
Frutta Yellow er nýtt mynstur í leirhlutum.
Cheetah brown:
Mörg af verkum Toikka eru innblásin af gróðri og dýralífi; af náttúrunni, plöntum, blómum, fuglum og dýrum. Toikka er þekktastur fyrir fuglana sína en vissir þú að hann ferðaðist til Afríku og var afar heillaður af náttúrulífinu þar? Í blettatígursmynstrinu sérðu feiminn blettatígur í felum en einnig má sjá að margar doppurnar eru í raun fígurúrur eins og laufblöð, dýr og fuglar. Verk Toikka eru ávallt lagskipt og full af óvæntum og forvitnilegum smáatriðum.
Cheetah brown er viðbót við Cheetah black krúsina sem kom á markað núna í haust.
Útgáfudagur: 11. febrúar 2022
Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að heimsækja vefinn samþykkir þú skilmála um vefkökur.
Við sendum einstöku sinnum fréttir, boð á viðburði og sértilboð á skráð tölvupóstföng á vegum ibudin.is. Við virðum friðhelgi þína og gefum ekki upp tölvupóstföng til þriðja aðila og auðvelt er að afskrá sig af póstlista sé þess óskað.