Við munum senda þér tölvupóst til að endurstilla lykilorðið þitt.
5111064546
Hin ástsæla Niva glasalína var hönnuð árið 1972 og var í framleiðslu til ársins 1992. Eftir 30 ára hlé er línan komin aftur í framleiðslu í takmarkaðan tíma og verður hún einungis til sölu í Iittala búðinni.
Hönnuðurinn fjölhæfi, Tapio Wirkkala, hafði einstaka hæfileika til að líkja eftir fegurð norðlægrar náttúru í verkum sínum. Gamlir bæir Mið-Evrópu sem og hið fagra finnska Lappland voru Wirkkala jafn mikilvæg, en hann sótti innblástur sinn sérstaklega til hins síðarnefnda.
Finnska orðið Niva lýsir straumharðri á, en það er auðvelt að sjá líkindin með vatnsstraumi á upphleyptu yfirborði glersins.
Niva grog glasið hentar fullkomlega undir viskí og er einnig frábært til að bera fram blandaða drykki sem og ískaffi.
Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að heimsækja vefinn samþykkir þú skilmála um vefkökur.
Við sendum einstöku sinnum fréttir, boð á viðburði og sértilboð á skráð tölvupóstföng á vegum ibudin.is. Við virðum friðhelgi þína og gefum ekki upp tölvupóstföng til þriðja aðila og auðvelt er að afskrá sig af póstlista sé þess óskað.