Moomin Glas 22cl ANCESTOR | ibudin.is
Tilboð

Moomin Glas 22cl ANCESTOR

MOO-1025531

Nýju Moomin glösin frá Arabia sýna glaðlegar teikningar Tove Slotte af kunnuglegum karakterum úr Múmíndal. Múmínsnáðinn, Snorkstelpan, Mía litla, Múmínmamma, Múmínpabbi og Forfaðirinn leika sér í vatni, hver á sína vegu. Glösin eru hönnuð og framleidd í Finnlandi og henta vel fyrir börn á öllum aldri.
Glösin eru sérstaklega handhæg fyrir litlar hendur, en nýju glösin eru nettari en þau sem fyrir eru. Einnig er þyngdarpunktur glassins í botninum svo drykkurinn ætti síður að hellast niður. Glösin eru 22 cl, staflanleg og má þvo í uppþvottavél.

Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.