
Vörulýsing
Ultima Thule línan var hönnuð af Tapio Wirkkala árið 1968. Við hönnun línunnar sótti Wirkkala innblástur til Lapplands en línan vísar í bráðinn klaka. Sagan segir að til hafi verið eyjan Ultima Thule sem staðsett var langt í norðri. Hún hafi verið grafin í ís og snjó og þar hafi sólin aldrei sést.
Ultima Thule vörulínan er öll framleidd í Finnlandi. Vörulínan inniheldur m.a. glös, diska, skálar, karöflur og kertastjaka.
Nánari tæknilýsing