iittala Putki lampi 340x205mm | ibudin.is

iittala Putki lampi 340x205mm

IIT-1056363

Þjóðminjasafn Svíþjóðar hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og var opnað aftur fyrir almenningi 2018. Fjórir sænskir hönnuðir voru beðnir um að hanna rýmið á safninu; húsgögn , lampa og borðbúnað fyrir þekktan og virðulegan veitingastað innan safnsins. Einn af þessum hönnuðum var Matti Klenell . Hann hannaði stórt glerlistaverk í gluggakisturnar. Iittala var fengið til að framleiða verkið í glerverksmiðju sinni . Þetta var kveikjan að því að Matti Klenell vildi setja lýsingu inn í verkin og úr varð hönnunin á Putki.

Putki lampinn kemur í þremur fallegum litum; Clear, Copper og Dark Grey. Lamparnir eru framleiddir í Finnlandi úr munnblásnu gleri.