Yellow & Blue
Útgáfudagur á Íslandi: 15. júní 2022
Tveir nýjir Múmínbollar í stærri útgáfu
Hinir rómuðu Múmínbollar Blue og Yellow, sem voru í framleiðslu á árunum 1990 1996 eru komnir aftur í framleiðslu en nú í nýrri örlítið stærri stærð.
Múmínbollarnir hafa hingað til verið framleiddir í stærðinni 30 cl en talsverð eftirspurn hefur verið eftir stærri krúsum og því hefur Arabia nú kynnt til sögunnar tvo af vinsælustu Múmínbollunum í nýrri 40 cl stærð.
Kunnuglegar teikningar frá því fyrir þremur áratugum
Fyrstu fjórar Múmínkrúsirnar frá Arabia fóru í sölu árið 1990 Tvær þeirra eru rúsirnar Yellow og Blue Teikningarnar eru byggðar á skáld og teiknimyndasögum Tove Jansson, en Slotte aðlagaði teikningarnar svo þær féllu betur að borðbúnaðinum Hún fjarlægði talblöðrur úr myndasögunum og raðaði svarthvítu teikningunum á litaðan bakgrunn Nú hefur hún endurraðað upprunalegu hönnuninni sinni svo hún falli enn betur að stærri krúsum
Gula krúsin sýnir Múmínmömmu við dagleg störf Hún sagar eldivið ber fram kaffi og býr til bát úr litlum viðarbút Múmínmamma er harðdugleg umhyggjusöm og skapandi.
Á bláu krúsinni má sjá safn mynda úr ýmsum Múmínbókum og teiknimyndasögum sem sýna Múmínfjölskylduna í óða önn að mála myndir.

