x

Vöruleit

Toikka birds - fuglar

Nappula - blómapottar & fleira

Leimu - lampar

Moominvalley serían frá Arabia heldur áfram

Nú er komið að öðrum kafla í Moominvalley línunni frá Arabia þar sem myndskreytingarnar frá teiknimyndaseríunni Moominvalley prýða tvær krúsir. The Fire Spirit (0,3L krús) er með töfrandi myndskreytingar þar sem Múmínálfarnir ganga á stultum og þeim er ógnað af eldgosi. Moominmamma’s Mural (0.3L krús) sýnir Múmínmömmu þjást af heimþrá, en hún finnur töfrandi leið til að ferðast.

Arabia heldur áfram að bæta vörum við Moominvalley línuna. Línan byggir á teiknimyndaseríum sem framleiddar eru af Gutsy Animations en þar er búið að færa sögur Tove Jansson á þrívíddarform. Línan hefur þegar verið gefin út í Finnlandi en hún fer í sölu á íslenskum markaði í sumar. Fyrst um sinn fer The Fire Spirit krúsin í sölu þann 24. júní, Moominmamma's Mural kemur síðar í sumar. 
Teiknimyndaserían sem myndskreytingarnar byggir á, hefur fengið mest áhorf allra tíma á Finnsku sjónvarpsstöðinni YLE. Í mars vann Moominvalley verðlaun í flokknum teiknimyndaseríur sem besta barna þáttaröðin á British Animation verðlaunahátíðinni . Þáttunum er leikstýrtaf Óskarsverðlaunahafanum Steve Box frá Bretlandi.

Sögurnar bak við myndskreytingarnar.

The Fire Spirit felur í sér ævintýralega myndskreytingu. Eldfjall fer að gjósa og ógnar lífinu í Múmíndal. Múmínsnáðinn stendur frammi fyrir hættulegu verkefni: Hann þarf að hjálpa Snúði að skila litla eld-andanum aftur djúpt ofan í eldfjallið. Múmínsnáðinn og vinir hans ganga á stultum í átt að þessu mikilvæga verkefni.

Moominmamma’s Mural er einnig með fallega myndskreytingu sem byggir á Múmínmömmu. Hún þjáist af heimþrá og finnur frumlega leið til að ferðast aftur í Múmíndal. Hún þarf hins vegar að sigrast á galdraveggmynd og þarf að hafa mikið fyrir því að komast aftur heim til fjölskyldu sinnar.

Önnur þáttaröð línunnar heldur áfram vaxtarsögu Múmínsnáðans, tvinnað saman við áskoranir Múmínfjölskyldunnar. Þættirnir 13 í fyrstu seríunni voru sýndir í Finnlandi 2019, sería tvö hóf göngu sína í Finnlandi í mars 2020. Framleiðsla á þriðju og fjórðu seríunni er í gangi núna.

Árið 2019 komu út bollarnir The Last Dragon in the World, The Golden Tale og Midwinter Ancestor. Í ár eru það The Fire Spirit og Moominmamma’s Mural.

Moominvalley teiknimyndaserían í stuttu máli

Moominvalley teiknimyndaserían er framleidd af finnska fyrirtækinu Gutsy Animations og Marika Makaroff, listrænum stjórnanda og framleiðanda. Leikstjóri seríunnar er Óskarsverðlaunahafinn og handritshöfundur Steve Box, ásamt honum eru þeir Mark Huckerby og Nick Ostler. Seríurnar eru framleiddar meðal annars á ensku, japönsku, finnsku, sænsku og samísku. Heildaráhorfið er 1,5 milljónir. PGS, alþjóðlegur dreifingaraðili seríunnar hefur selt hana til rúmlega 30 landa.