
Áreynslulaus glæsileiki
Að skapa jafnvægi á milli gamalla hefða og nútímans, á milli spari- og daglegrar notkunar ásamt jafnvægi milli ólíkra notkunartilefna. Safn einstakra muna sem eru hannaðir til að þjóna fleiri en einum tilgangi og má nota eins og hverjum og einum þóknast.
Essence
Alfredo Häberli 2021
Essence línan stækkar úr glasalínu yfir í heila borðbúnaðarlínu. Essence er næst stærsta línan í Iittala borðbúnaðarflokkinum. Með útvíkkun línunnar er unnið að áframhaldandi vexti með því að virkja safnara og laða að nýja viðskiptavini.
Við setjum á markað einstaka nýja hluti sem þjóna fleiri en einum tilgangi. Með því að útvíkka Essence línuna náum við utan um allar þarfir við matarborðið, hvort sem er við hversdagsleg eða hátíðleg tilefni.
Jafnvægi er skapað á milli gamalla hefða og nútímans, milli spari- og hversdagslegrar notkunar ásamt jafnvægi milli ólíkra notkunartilefna.
Allt það sem er nauðsynlegt þegar halda á matarboð eða veislur. Áreynslulaus glæsileiki. Safn einstakra muna sem eru hannaðir til að þjóna fleiri en einum tilgangi og má nota eins og hverjum og einum þóknast.
Í Essence línunni bætast við nokkrir keramik hlutir eins og stór diskur, djúpur diskur, sporöskjulaga diskur og lítil krukka. Keramikmununum fylgja þrír glermunir: miðlungsstór og lítil skál og miðstærðar diskur. Hlið við hlið mynda hlutirnir gott jafnvægi og þjóna fjölbreyttum þörfum.
Þessir sjö nýju borðbúnaðarmunir ásamt glerlínunni sem fyrir er, munu sjá til þess að Essence haldi áfram að heilla fólk.
Alfredo HäberliAlfredo Häberli fæddist árið 1964 í Buenos Aires í Argentínu. Hann nam iðnhönnun í Sviss og í dag er hann þekktur alþjóðlegur hönnuður með aðsetur í Zürich. Með hönnun sinni sameinar Häberli, með góðum árangri, hefð og endurnýjun. Það er mikil gleði og orka í allri hönnun hans. Mannveran er upphafspunktur hönnunar Häberlis. Allir hlutir og mannvirki eru hönnuð til notkunar. Hann er fordómalaus og uppfinningasamur í athugun sinni á raunverulegum notkunaraðstæðum hluta. Með innsýn sinni hannar hann breytingar á erkitýpum hluta sem hafa þróast í gegnum tíðina og láta hversdagslega hluti í kringum fólk hæfa þeim tíma og aðstæðum sem þeir eru notaðir í. Häberli hannaði Origo borðbúnaðarlínuna fyrir Iittala ásamt Essence og Senta glasalínunum. Häberli hefur unnið með fleiri stórum aðilum á sviði alþjóðlegrar hönnunar, s.s. Georg Jensen og Vitra. Samhliða vöruhönnun starfar hann einnig við sýningarhönnun og rýmisskipulag. Häberli hefur hlotið nokkur verðlaun fyrir hönnun sína. Verk Alfredo Häberli tjá félagslegan persónuleika hans. Hann vill gjarnan vísa til bernsku sinnar, fjölskyldu og vina. Kannski er það einmitt hlýlegur áhugi hans á fólki sem gerir hönnun hans djarfa en á sama tíma svo náttúrulega.
|
Essence vörulínan inniheldur einfalt úrval hluta sem uppfylla þarfir hins nútímalega heimilis. Nýjungarnar í Essence línunni eru hannaðar til að þjóna fleiri en einum tilgangi og má nota eins og hverjum og einum þóknast. |
Nýjar vörur úr lituðu gleri sem auðga vörulínuna
Essence diskur 211mm dark grey
Fallegur diskur úr pressuðu gleri. Fallegt mynstur í botni. Hinn tímalausi dökkgrái litur fer vel með hvítu keramíki og glæru gleri.
-
Má þvo í uppþvottavél. Þolir ekki frost, ofn eða örbylgjuofn.
-
Pressað gler með mynstri í botni.
- Hannað af Alfredo Häberli.
Essence skál 37cl dark grey
Pressuð glerskál með mynstri í botninum. Lögun sem hentar vel undir allskonar dýfur, hnetur, sælgæti og ber. Má einnig nota undir morgunverðinn eða eftirréttinn. Tímalaus dökkgrár litur sem gefur matarborðinu karakter.
-
Má þvo í uppþvottavél. Þolir ekki frost, ofn eða örbylgjuofn.
-
Pressað gler með mynstri í botni.
- Hannað af Alfredo Häberli.
Essence skál 69cl dark grey
Pressuð glerskál með mynstri í botnunum. Breið lögun sem hentar vel undir niðurskorna ávexti, snakk, kartöflur og fleira. Má einnig nota undir súpuna. Tímalaus dökkgrár litur sem gefur matarborðinu karakter.
-
Má þvo í uppþvottavél. Þolir ekki frost, ofn eða örbylgjuofn.
-
Pressað gler með mynstri í botni.
- Hannað af Alfredo Häberli.


Nýjar fjölnota framreiðsluvörur sem auðga vörulínuna.
![]() Essence diskur 27cm whiteHvítur hringlaga diskur sem er flottur til að bera fram mat. Notaðu hann í kokteilboðinu undir osta, berðu fram meðlæti, franskar kartöflur, tapas eða smákökur í matarboðinu. Má einnig nota sem disk við borðstofuborðið.
|
![]() Essence diskur 25cm oval whiteGlæsilegur sporöskjulaga diskur. Flottur undir fisk, kjöt, súkkulaði, osta, vínber eða grænmeti.
|
![]() Essence skál 0,83L/20,5cm whiteStór og breið skál undir ídýfur, hummus, ávexti, ber, salsa eða til að nota sem djúpan disk við borðstofuborðið.
|
![]() Essence krukka 0,26L með loki whiteLítil krukka með loki sem hægt er að nota undir afgangana. Þægileg stærð undir smjör, sultu, krydd, vinaigrette eða aðrar sósur.
|