Iittala búðin Kringlunni | ibudin.is

Atvinna

Iittala búðin er sérhæfð verslun sem selur vörur frá finnska framleiðandanum Iittala. Við leggjum mikið upp úr því að veita góða og persónulega þjónustu og stefna Iittala búðarinnar er að hjá okkur starfi metnaðarfullt og þekkingarsækið starfsfólk með ríka þjónustulund.

Hluti af því að skapa vinalegt starfsumhverfi er að hrista reglulega saman starfshópinn og bjóða reglulega upp á alls kyns skemmtun. Starfsmannafélag okkar sér um að skipuleggja fjölda viðburða, t.d. árlega viðburði á borð við glæsilega árshátíð, jólahlaðborð, keilumót, golfmót og fleiri smærri viðburði.

Iittala búðin leggur áherslu á að greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.

Við hvetjum öll sem áhuga hafa að koma til starfa fyrir Iittala búðina að senda inn almenna umsókn á umsoknir@ibudin.is